Nú er sko gott að mæta í vinnuna. Í gær verslaði annar eigandi fyrirtækisins heila sjálfvirka kaffivél sem malar kaffibaunir í hvern bolla. Svo er hægt að "stíma" mjólk líka þannig að ég er í himnaríki. Líklega mun kaffibindindi mitt lognast eitthvað út af og jafnvel deyja.
Vinnan gengur bara fínt núna. Ég er farinn að nenna þessu aftur, kannski er espresso víman hér að tala.
Af krökkunum er allt gott að frétta og snjórinn og frostið leggst vel í þau. Matthías er orðinn verulega fær í að sitja og leika sér. Hann girnist helst gsm síma og fjarstýringar þessa dagana. Síminn minn var óvirkur í heilan dag eftir að hann komst í hann. Eftir að hafa lagt símann á ofninn í einn dag þá virkaði hann á ný. Slef er líklegasta ástæðan.
kveðja í bili og áfram Keflavík
Vinnan gengur bara fínt núna. Ég er farinn að nenna þessu aftur, kannski er espresso víman hér að tala.
Af krökkunum er allt gott að frétta og snjórinn og frostið leggst vel í þau. Matthías er orðinn verulega fær í að sitja og leika sér. Hann girnist helst gsm síma og fjarstýringar þessa dagana. Síminn minn var óvirkur í heilan dag eftir að hann komst í hann. Eftir að hafa lagt símann á ofninn í einn dag þá virkaði hann á ný. Slef er líklegasta ástæðan.
kveðja í bili og áfram Keflavík
Ummæli